Ræsing

Nýsköpunarmiðstöð Íslands í samstarfi við Seyðisfjarðarkaupstað leitar að góðum viðskiptahugmyndum sem auka við flóru atvinnulífs í sveitarfélaginu. Einstaklingar, hópar og fyrirtæki eru hvött til þess að senda inn viðskiptahugmyndir og sækja um þátttöku í verkefninu. Dómnefnd velur umsóknir til áframhaldandi þróunar og fullbúin viðskiptaáætlun er unnin, með það í huga að verkefnið sé tilbúið til fjárfestakynningar og reksturs.

Þátttakendur fá 12 vikur til að vinna viðskiptaáætlun fyrir verkefnin sín en á þeim tíma fá aðstandendur verkefnanna mikinn stuðning verkefnisstjóra Nýsköpunarmiðstöðvar við gerð viðskiptaáætlunarinnar og hugsanlega við vöruþróun og frumgerðasmíði.

Umsóknarfrestur er til og með 3. febrúar 2017.

Nánari upplýsingar hérna: http://www.nmi.is/studningur/styrkir/raesing/